Stefnumótun & markmið fyrir nýtt ár! 30. des.

9.950 ISK 

This product is currently sold out.

Það er fátt sem er undir okkar stjórn komið hvað varðar það sem mun gerast í framtíðinni. Eitt er þó tiltölulega öruggt. Tíminn og árið mun líða og við eldumst. Sum okkar þroskumst, verðum vísari, hraustari eða hamingjusamari en það er ekki gefið. Það kemur ekki að sjálfu sér. Nú eru áramót handan við hornið. Það er ekki óvenjulegt, að árið sé kvatt í smá trega og eftirsjá. Allt það sem við ætluðum eða bundum væntingar við, fór einhvern veginn á mis. Gafstu þér tíma í ferðalagið sem þú talaðir um og langaði svo í ? Skiptir þú um vinnu eins og þú hefur planað í mörg ár? Keyptiru þér kortið í yoga og róaðir þig ? Stóðstu með sjálfum þér? 

Ásetningurinn sem þú settir í áramótaheitin á meðan flugeldar, stjörnur og sólir boðuðu nýja byrjun í þokurökkrinu á síðasta gamlárskvöldi. Mannstu hvað það var góð tilfinning að ákveða í huganum og jafnvel deila ákvörðuninni með einhverjum? Mannstu orkuna sem fylgdi því? Það var næstum því eins og það væri þegar að gerast. En þú veist það og ég veit það, að góður ásetningur er góð byrjun en það þarf meira til. 

Eða var þetta alveg öfugt. Stóðstu við gluggan og horfir út á flugeldana, kannski með kampavínsglas í hönd, og hugurinn leiddi þig tilbaka og þú staldraðir við á öllu þessu sem þú ætlaðir þér en ekki framkvæmdir, sem þú byrjaðir á en kláraðir ekki eða þessu öllu sem ekki tókst. Þú gleymdir öllu hinu sem tókst vel en hitt sat eftir. Þú fórst jafnvel í skömmina og tókst hana með þér í nýja árið 

En þessi áramót verða öðruvísi! Á gamlárskvöld ertu laus við öll áramótaheit! Því þú veit þá þegar hvað þú vilt og hvert þú stefnir! Ég ætla að bjóða þér að koma í ferðalag með mér. Leiðin liggur fyrst tilbaka í árið sem er að líða og þú færð tækifæri til að staldra stutt við í öllum mánuðum til að skoða, meta, þakka og kveðja. Skilja það eftir sem ekki þjónar þér. 

Ferðalagið heldur síðan áfram inn í nýtt ár. Fimm mínuta áramótaheit í flugeldaæði getur virkað verið árangursríkt en í flestum tilfellum gleymist það eftir tvo daga, rennur út í sandinn og skilur ekkert eftir sig nema vonda samvisku og nokkur nett fórnarlambafyllerí. Gerum þetta öðruvísi í ár. Meinum það í alvöru það sem við viljum! Annars er engin ástæða til að setja sér markmið. Vertu markviss og skýr hvað varðar það sem þú í raun vilt ná á næstu vikum og mánuðum. Það þarf að vera skýrt, framkvæmalegt, raunhæft og mælanlegt og þjóna tilgangi þér eða og öðrum í hag. Og ekki er það verra ef það er skemmtilegt!

Sambandið, heilsan, vinnan, andlegur þroski, áhugamál, heimilið, fjölskyldan og vinir. Þú og lífið þitt!

Ég er fararstjórinn og leiði þig bæði aftur í tíman og inn í framtíðina. Ég á góða tímaflugvél! :-) 

Þegar þessum áfanga ferðalagsins líkur, þá get ég næstum lofað, að þú heldur ferðinni áfram léttari, glaðari, öruggari, einbeittari og hamingjusamari í árið 2018. Þarna verður "nýtt upphaf" spennandi tilhlökkunarverkefni. Stefnan er mótuð, markmiðin skilgreind, tímasetning á framkvæmd lokið og hvað þér áhlotnast þegar verkefninu er lokið. Þetta er góð orka! 

Staður: Yogafood. Grensásvegur 10, 108 Reykjavík.

Tími: Daginn fyrir gamlárskvödl: Laugardagur 30.12. kl 10-13.30

Verð: 9950,- Innifalið kennsluefni -, blöð og skriffæri. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda. 

Hægt verður að kaupa léttar veitingar og allir þátttakendur fá vildarkort með 10% afslætti í Yogafood.