Ragga Gröndal syngur í Yogafood

0 ISK 

This product is currently sold out.

Við höldum áfram með huggulegheitin í Yogafood. Ég er svo hamingjusöm! Þrátt fyrir allt sitt annríki sagði Ragga Gröndal já! "Allt fyrir þig Tobba mín". Þessi elska Ragga Gröndal kemur og syngur falleg lög sem koma okkur í góða jóla stemningu.
Röggu þarf ekki að kynna, hún er ein af okkar bestu og vinsælustu söngkonum og hún kemur fram á alls konar sviðum. Hún er líka Ashtanga yoga iðkandi og -kennari og yogafoodie!(þeas, hún fílar Yogafood).
Við verðum með vinsæla vegan jóla matinn okkar sem er Lúxus Hnetusteik, Rótarmús og rauðvínssósa ásamt dásamlegum salötum. Ríz a l'amande og lúffengar kökur. Og GingerLove Glöggin auðvitað.
Ég mæli með að panta borð, mæta tímalega og borða ekki seinna en klukkan 18 og hafa tíma til að njóta matar áður en Ragga fer á sviðið með eiginmanni sínum gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni kl 19.00. Þetta verður eitthvað!

Similar Products