LJÓMANDI með Tobbu 9. janúar

0 ISK 

This product is currently sold out.

Nýtt ár! Nýtt upphaf! Ný og betri heilsa!

 LJÓMANDI þarf varla að kynna, en þetta 4. vikna námskeið hefur sannað sig sem eitt vinsælasta, skemmtilegasta og besta sem í boði er fyrir þig, líkama þinn og heilsu. Vertu með og slástu í förina með rúmlega 700 ánægðum Ljómalingum. Þú villt ekki missa af þessu!

LJÓMANDI er ekki grenningar námskeið. Þú ert ekki að fara í átak, heldur býð ég upp á að iðka friðsamlega og kærleiksríka lífsstílsbreytingu sem gagnast þér til frambúðar. Vissuega er mjög algengt missa 2-8 kg á þessum 4 vikum sem námskeiðið spannar. Það gerist þó ekki út af svelti og með því að neita sér um mat. Þvert á móti þá er nóg af góðum "alvöru" mat og drykk. Leyndarmálið felst í hvaða mat er um að ræða, þeas týpu, gerð, gæði, samsetningu og magn. Og í hverning líkaminn vinnur með óg úr þessu hráefni. Þorbjörg mun kenna þér þetta allt saman og allt hitt sem skiptir máli.

Ef þitt markmið og þín ósk er samt "bara" að missa nokkur kíló, þá er LJÓMANDI líka námskeiðið fyrir þig. En það sem gerist samhliða með því að þú grennist, er það áhugaverðasta og það sem mun koma þér mest og skemmtilegast á óvart! Það er bónus í vændum!  Meðal annars þetta:

 • Meiri orka!
 • Minni bólgur og minni verkir alls staðar t.d. í iljum, liðum, hnjám, mjöðmum, handleggum, öxlum.
 • Bættari og betri melting og reglulegar hægðir.
 • Meira af gleði og hamingju!
 • Betri svefn og léttari lund.

Aukið líkamlegt og andlegt janfvægi, skýrleiki og ró með alvöru mat, íhugun og endurskoðun á lífsgildum og tilgangi með lífinu og tilverunni.

Taktu góða ákvörðun fyrir fyrst og fremst þig og vertu með! Við stefnum í sykurlaust og kornlaust og í topp orku!

Fjórir þriðjudagar í janúar; 9. jan, 16. jan. 23. jan. og 30. jan.

Staður. Yogafood; Grensásvegi 10, 108 Reykjavik 

Stund: Kl 18-21. 

Verð; 36,900,- 

Skráðu þig og greiddu námskeiðið HÉR

Innifalið: Vildarkort með 10% afslætti á veitingum og vörum / bætiefnum í Yogafood. Aðhald og stuðning í lokuðum hóp á Facebook. Kennslugögn, uppskriftir og hagnýtar ráðleggingar í hverri viku.

Í stuttu máli 

LJÓMANDI er ekki "bara" námskeið. LJÓMANDI má líta á sem skóla með markmiðum og prógrammi sem þú fylgir dag frá degi, viku eftir viku. Learning by doing! Þú mætir vikulega ásamt skólafélögum þínum í skóla hjá Tobbu í Yogafood, færð kennslu í alls skonar áhugaverðu og lærir fullt af nytsamlegu um kroppinn þinn það sem þú átt að borða í þessari viku og hvaða bætiefni munu gagnast þér og ferð svo heim og gerir nákvæmlega eins og Þorbjörg segir þér! Á hverjum degi, mætiru í lokaða LJÓMANDI heilsu hópinn á Facebook, þar sem Tobban er búin að setja inn kennslugögn og annað og hún lítur við og hvetur alla regluega. Stundum oft á dag!! En svæðið er fyrst og fremst staður fyrir LJÓMALINGA til að fá stuðning Þorbjargar og félagana um allt mögulegt, birta myndir af matnum sínum, fá innblástur og hvatningu, segja frá líðan og deila alls konar. Við þurfum aldrei að vera einsömul á þessu ferðalagi!

 Þú verður vísari!

Þú færð kennslu í hvernig líkami, hugur, matur og næringin talar saman. Veist þú hvernig t.d. blóðsykurinn virkar í líkmanum? Hvaða hlutverki hann gegnir og hvaða áhrif ójafnvægi hefur á bólgur, fitumyndun og depurð? Veistu hvar gleðin og sáttin verður til og hvað þú getur borðað og gert til að bústa hamingjuna? Þetta og margt margt annað hagnýtt og áhugavert mun Þorbjörg kenna á LJÓMANDI.

Þú ert í góðum og öruggum höndum

Þorbjörg er svo margt, með svo marga titla og próf og með margra ára reynslu að baki við kennslu og í að miðla svo vel og skemmtilega af sinni þekkingu og vinnu um allan heim. Þorbjörg er þjálfuð í Functional Medicine og - Nutrition eða hagnýtri læknisfræði og næringarfræði. Byggt á heildrænni sýn á líkama og sál í samspil við umhverfi og náttúruna. Nálgunin og virðingin fyrir hverning líkaminn er hannaður og tengdur saman í t.d. hormóna-, tauga- og meltingarkerfi. Á hvaða hátt og með hverju virðum við og og þjónum líkama okkar og vitund sem best. Matur, hugsanir, líkamleg og andleg líðan. Bull, rugl og vitleysa. Við höfum val. Þorbjörg kennir okkur að velja rétt. 

Kannastu við eitthvað af þessu?

 • -Meltingin er í ólagi ? Er maginn einum of uppblásinn og kannski örlítið of stór?
  -Húðin er þreytt og þurr. 
  -Það er langt í flæðið og skapið getur verið léttara og betra.
  -Hormónarnir í ólagi og lifa sínu eigin lífi! 
  -Svefninn er sísona !
  -Þú ert oft bólgin(n) og þrútin(n) í kringum augun og bjúgur í ökklun og fingrum. 
  -Líkamsrækt? Jú jú, það er ábyggilega voða gott fyrir mig! En hef ekki orku eða nenni því ekki!

 • -Sykurfíknin og brauðátið búið að ná tökum ....aftur !  

Þetta segja fyrri nemendur um LJÓMANDI :

Svavar Örn

"Mér finnst skylda mín að segja frá því sem ég er að gera og hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Það er hún Þorbjörg Hafsteinsdóttir og námskeiðið hennar Ljómandi seM ER Í Yogafood. Þarna fékk ég svo mikla fræðslu og verkfæri til að koma sykri út úr mínu lífi. Ég verð bara að segja að ég er allur annar. Ég hvet ykkur sem langar að skoða þessi mál að skella ykkur. Takk Tobba fyrir að gera lífið léttara, orkumeira og betra".

Ragnheiður Gröndal

"Ég mæli með þessu námsskeiði fyrir alla sem viljast öðlast dýpri skilning á næringu almennt og fá frábær verkfæri upp í hendurnar til þess að ná markmiðum sínum. Tobba er mikill innblástur!"

 

Daníel "Danni" Örn Hinriksson

"Vá nú langar mig að þakka fyrir mig. Ég byrjaði á námskeiði fyrir fimm vikum síðan, Ljómandi og 10 árum yngri, og vitiði ég er eins og nýr!... Ég er frá fyrsta degi námskeiðisins búinn að vera eins og nýr maður, 7 daga djúsfasta var svakalega góð en ekki átakalaus svona síðustu dagana. Og ekki leiðinlegt að losna við 6.5kg! Ég fagna nýjum og breyttum lífstíl, ég þakka fyrir morgunshakeinn minn og allt það sem í boði er af sykurlausu fæði, þetta er ekkert mál, sérstaklega þegar líðanin verður svona góð. Ég þakka Þorbjörgu fyrir að kynna mig fyrir nýju lífi, takk takk takk þú ert frábær manneskja!!!"

 

 • Námskeiðið er fyrir þig sem:
 • er að taka þínu fyrstu spor í áttina að sykurlausum lífsstíl og meiri sjálfsábyrgð.
 • er fyrir löngu komin af stað, en hrapaðir á leiðinni og villt fá stuðning og nýjan innblástur á meðan þú ert að reisa þig upp.
 • er vel á veg komin í hollustunni og mataræðinu og villt innblástur og uppryfjun og fleiri aha upplifanir !
 • sem tekur vinkonur þínar með, því þið viljið taka þetta saman !
 • sem óskar eftir jafnvægi, hollum rútínum og reglum og fá jákvæða stjórn á lífinu í hversdagsleikanum ! 

Dagskrá

Getur breyst frá viku til viku. Þorbjörg spilar, að venju, eftir eyranu samkvæmt því sem hún telur hópinn hafa mest þörf á.

 VIKA 1 Vaknaðu!  Við stefnum í sykurlaust!

 Ásetningur og markmið. Hver viltu vera og hvernig líður þér, ef að allt er mögulegt?      Stöðu þríhyrningurinn. Blóðsykur, jafnvægi og áhrif á líkamsfitu og bólgumydnun. Maturinn og jafnvægið. Bætiefni fyrir blóðsykur og orku. 

VIKA 2. Meltingin.  Við stefnum í fljótandi og detox!

Meltingarkerfið, lifrin og líkamleg og andlega heilsa. Matur sem hreinsar. Tiltekt í lífinu. 

VIKA 3. Hormónar og boðefni. Við stefnum í gleðina!

Samskiptakerfi líkamns. Lífshjólið. Lífsgildi og forgangsröðun. Gleðin í heilanum. Hormóna- og hamingjumatur. Hugrekki og ástríða. Hvar verða þau til ?

VIKA 4. Maturinn og lífið. Við stefnum í framhald!

Nærvera, hreinskilni og ábyrgð. Skýr samskipti og hormónar. Samskiptakerfi líkamans. Lífshjólið endurskoðað. Stöðu þríhyrningurinn. Mataráætlun fyrir lífið.

“Það er ekki það, sem þú heldur. Það er einfaldlega það, sem það er.”                                                                                                                             Þorbjörg

                 Skráning og greiðsla HÉR

Similar Products