Jóga les í Yogafood 14. desember

0 ISK 

This product is currently sold out.

Jóga kemur í Yogafood 14. des og les upp úr bókinni sinni Þúsund kossar. Við höfum það "hyggeligt" með Glögg og jóla nammilaði! 

Jóga kemur í Yogafood 14. des og les upp úr bókinni sinni Þúsund kossar. Við ætlum að hafa það "hyggeligt" með Glögg og jóla nammilaði!
 
Jóga er einstök mannvera. Hér er kona með nærveru, kynþokka og fallega útgeilsun. Þegar maður hittir Jógu í fyrsta skipti vaknar forvitni og áhugi á að kynnast henni. Ég er svo lánsöm að eiga Jógu að í mínu tengslaneti og það sem hún gefur mér er best lýst í orðum eins og öryggi, gleði, forvitni, kærleik, auðmýkt, ró og friði. En það eru líka önnur viðbrögð sem ekki verður lýst með orðum en betur tjáð með tilfinningum og stemningu. Við þekkjum án efa öll, hvað það gefur okkur að vera í nærveru fólks sem er með sérstaka hæfileika til að nota lífið og reynsluna sem skóla og mæta áskorunum og breytingum með áhuga, tilbúin til að skoða hlutina í víðara samhengi og læra og tileinka sér. Þannig er Jóga líka. Því hún er svo margt annað. Til dæmis einstaklega skemmtileg og fyndin! Fyrir mig er hún fyrirmynd og einhvers konar andlegur leiðtogi. Við erum nokkur hér í bæ, sem eigum það sameiginlegt, að fara fram úr okkur sjálfum stundum og þá er ekkert betra en að mæta í nuddtíma hjá "the mother", sem reyndar er miklu meira en hefðbundinn nuddtími, en þar "les" Jóga okkur með næmum höndum sínum og tengir við vitrið sitt og svo flæðir úr henni hreinsandi og heilandi ord sem fjærlægir bullið úr heilanum og losar spennuna úr líkamanun og við snúum aftur heim til okkar sjálfs, mýkri, auðmjúkari, glaðari og skýrari.
 
Jóga hefur nýverið gefið út sína fyrstu bók; "Þúsund kossar" sem hún skrifaði í samvinnu við eiginmann sinn Jón Gnarr, sem vart þarf að kynna.
 
Við í Yogafood erum svo þakklát fyrir að Jóga gefur sér tíma til að koma í heimsókn í Yogafood fimmtudaginn 14. desember og mun lesa upp úr bók þeirra hjóna; "Þúsund kossar". Það verður hægt að kaupa bókina áritaða af Jógu. Viðburðurinn hefst klukkan 18.30.
 
Við erum líka spennt að bjóða þig velkomin og hlusta og fá nasaþef af góðri frásögn og taka þátt í jóla "hygge" með okkur. Við bjóðum þér meðal annars dásamlega Glögg og piparkökur, kaffi og te, vegan ostakökuna okkur frægu og annað góðgæti.
 
Það er góð hugmynd að koma um 5 leytið og áður en Jóga hefur lesturinn hefst, gæða sér á kvöldverði sem þennan dag er hin margrrómaða Lúxus Jóla Hnetusteikin okkar borin fram með Rótarmús og rauðvínssósu og dásamlegum salötum í jóla búning. Við bjóðum upp á glas af lífrænu rauðvíni eða glútenlausum íslenskum bjór eða óáfengu Engiferöli.
 
Taktu þér smá pásu frá jólagírnum, taktu manninn, konuna eða vinkonur þínar með og höfum það "hyggeligt" saman með Jógu í Yogafood.
 
Aðgangur er ókeypis og í tilefni dagsins bjóðum við 10% afslátt á mat, drykk og flottum (jólagjafa) vörum sem hentar heilsusamlegum lífsstíl.

 

Similar Products